Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. apríl 2017 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bendtner kominn með nýtt gælunafn
Matthías og félagar hjálpuðu honum að velja nýja nafnið
Bendtner er engum líkur.
Bendtner er engum líkur.
Mynd: Getty Images
Niklas Bendtner er engum líkur. Hann er gífurlega vinsæll á meðal fótboltaáhugamanna, en hann hefur gjarnan verið kallaður „Lord Bendtner" af fótboltaáhugamönnum út um allan heim.

Þessi fyrrum sóknarmaður Arsenal og Nottingham Forest vill þó ekki lengur vera kallaður „Lord Bendtner" - hann er kominn með nýtt gælunafn sem á væntanlega fljótlega eftir að breiðast út.

Bendtner gekk á dögunum í raðir Rosenborg í Noregi, en liðsfélagar hans þar hjálpuðu honum að velja nýja gælunafnið.

Nýja gælunafnið er einfaldlega „The Emporer" eða á lauslega þýtt sem keisarinn, sem sagt „Keisari Bendtner".

Matthías Vilhjálmsson er liðsfélagi Bendtner hjá Rosenborg, en í viðtali við Nettavisen staðfesti Pal Andre Helland, leikmaður Rosenborg, nýja gælunafnið hans Bendtner.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner