fim 20. apríl 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Lið Viðars Ara.  Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Viðars Ara. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 30. apríl og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Viðar Ari Jónsson var öflugur með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra og í vetur vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu.

Viðar Ari spilar í dag með Brann í Noregi og því tekur hann þátt í Draumaliðsdeildinni í ár.

„Hér má sjá liðið mitt sem ber nafnið CR7 og verður að teljast mjög líklegt til árangurs, þar að segja ef allir mínir leikmenn skila góðum stigum," sagði Viðar og hló þegar hann skilaði

„Ég spila leikkerfið 3-4-3 sóknasinnaður fótbolti. Nákvæmlega eins og við viljum hafa hann."

Markið: Er með kónginn úr Grafarvoginum í marki. Enginn annar sem kom til greina heldur en Þórður Ingason

Varnarlínan: Þrír mjög góðir og skemmtilegir leikmenn, Böddi Löpp á alltaf eftir að skila góðu búi, Davíð Kristján er að fara pakka þessari deild saman í sumar og síðast en ekki síst kemur óskabarn þjóðarinnar Jón Ragnar Jónsson, frábær í alla staði og á eftir að leiða CR7 liðið sumarið 2017.

Miðjan: Reynslan í Óskari á eftir að skila sér það er pottþétt, sama ma segja um Hilmar Árna, Birnir á eftir að blómstra í sumar, og Oliver er virkilega áreiðanlegur valkostur sem er aldrei að fara svíkja neinn.

Framlínan: Tóti á eftir að henda þó nokkrum kvikindum inn, Kristján Flóki er sjóðheitur og Hólmbert reimar á sig marka skóna þetta sumarið.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner