banner
fim 20.apr 2017 22:05
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Einkunnir Man Utd og Anderlecht: Rashford maður leiksins
Rashford skaut Manchester United í undanúrslitin
Rashford skaut Manchester United í undanúrslitin
Mynd: NordicPhotos
Manchester United fór erfiðu leiðina í gegnum 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld er liðið mætti Anderlecht í seinni leik liðanna. Fyrri leikurinn fór 1-1.

Henrikh Mkhitaryan kom Manchester United yfir á tíundu mínútu en Sofiane Hanni jafnaði leikinn á 33. mínútu.

Ekkert meira var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja.

Þar reyndust Manchester United ívið sterkari og fengu fullt af færum og skilaði það sér á 107. mínútu en þá skoraði Marcus Rashford sigurmarkið. Hann fær einnig hæstu einkunn af leikmönnum leiksins, eða átta í einkunn.

Manchester United er því komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar en dregið verður á morgun. Í pottinum verða einnig Celta Vigo, Ajax og Lyon.

Einkunnir Manchester United: Romero - 7, Valencia - 6, Bailly - 6, Rojo - 5, Shaw - 6, Carrick - 5, Pogba - 6, Lingard - 5, Mkhitaryan - 6, Rashford - 8, Zlatan - 5
(Varamenn: Blind - 5, Fellaini - 5)

Einkunnir Anderlecht: Martínez - 7, Appiah - 6, Mbodji - 8, Spajic - 8, Obradovic - 7, Tielemans - 7, Dendoncker - 8 , Hanni - 7, Chipciu - 7, Teodorczyk - 6, Acheampong - 7.

Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
banner
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 30. nóvember 14:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
No matches