Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. apríl 2017 21:01
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Evrópudeildin: Framlengt í þremur leikjum
Man Utd fagnar marki Mkhitaryan
Man Utd fagnar marki Mkhitaryan
Mynd: Getty Images
Venjulegum leiktíma lauk var að ljúka í öllum leikjum 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar og er framlengt í þremur af fjórum viðureignum!

Manchester United komst yfir gegn Anderlecht er Henrikh Mkhitaryan skoraði stax á 10. mínútu. Anderlecht náði hins vegar að jafna þegar rúmlega hálftími var liðinn á leiknum. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og því þarf að framlengja.

Besiktas kom til baka eftir að hafa tapað 2-1 gegn Lyon í Frakklandi. Leikurinn endaði 2-1 og því þarf að framlengja í Tyrklandi.

Þýska liðið Schalke kom einnig til baka eftir að hafa tapað 2-0 gegn Ajax í Hollandi í fyrri leiknum. Schalke leikinn 2-0 og þarf því líka að framlengja í Þýskalandi. Ajax er einum manni færri en Joel Veltman fékk rautt spjald á 80. mínútu.

Eina liðið sem er komið áfram er Celta Vigo en Spánverjarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Genk og sigruðu einvígið 4-3.

Manchester Utd 1 - 1 Anderlecht (2-2)
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('10 )
1-1 Sofiane Hanni ('32 )

Genk 1 - 1 Celta (3-4)
0-1 Pione Sisto ('63 )
1-1 Leandro Trossard ('67 )

Schalke 04 2 - 0 Ajax (2-2)
1-0 Leon Goretzka ('53 )
2-0 Guido Burgstaller ('56 )
Rautt spjald:Joel Veltman, Ajax ('80)

Besiktas 2 - 1 Lyon (3-3)
1-0 Anderson Talisca ('27 )
1-1 Alexandre Lacazette ('35 )
2-1 Anderson Talisca ('58 )
Athugasemdir
banner
banner
banner