Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. apríl 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Nær Man Utd að komast áfram?
Besiktas - Lyon í opinni dagskrá
Man Utd fær Anderlecht í heimsókn.
Man Utd fær Anderlecht í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Það skýrist í dag hvaða lið það verða sem spila í undanúrslitum Evrópudeildarinnar 2017. Fer allt eftir bókinni, eða mun eitthvað koma á óvart? Við fáum að sjá það í dag.

Manchester United mætir Anderlecht á Old Trafford. Fyrri leikurinn í Belgíu endaði með 1-1 jafntefli og það verður fróðlegt að sjá hvernig fer í kvöld. Nær Man Utd að komast áfram?

Celta Vigo mætir Genk, öðru belgísku liði sem er eftir. Fyrri leikurinn á Spáni endaði með 3-2 sigri Celta.

Schalke og Ajax eigast við, en þar er Ajax með 2-0 forskot og að lokum eru það Besiktas og Lyon sem mætast. Lyon kom til baka í fyrri leiknum og hafði sigur, 2-1.

Fimmtudagur 20. apríl
19:05 Man Utd - Anderlecht (Stöð 2 Sport)
19:05 Genk - Celta Vigo
19:05 Schalke - Ajax (Stöð 2 Sport 2)
19:05 Besiktas - Lyon (Stöð 2 Sport 3 - Opin dagskrá)
Athugasemdir
banner