fim 20. apríl 2017 13:20
Elvar Geir Magnússon
Jafntefli hjá KR á Spáni - Guðmundur Andri gerði nýjan samning
Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, með Guðmundi Andra eftir undirskriftina.
Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, með Guðmundi Andra eftir undirskriftina.
Mynd: KR
Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar KR eru staddir í æfingaferð á Spáni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli gegn C-deildarliðinu Orihuela CF.

Daninn Kennie Chopart skoraði mark KR í leiknum. Willum Þór Þórsson þjálfari róteraði vel á mannskapnum og alls komu 20 leikmenn við sögu. Aðeins Ástbjörn Þórðarson og Morten Beck léku allar 90 mínúturnar.

KR-ingar hafa verið á fínni siglingu á undirbúningstímabilinu og litið vel út í aðdraganda Pepsi-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er heimaleikur gegn Víkingi Reykjavík þann 1. maí.

Sóknarmaðurinn ungi Guðmundur Andri Tryggvason skrifaði undir nýjan samning við KR á Spáni en samningurinn er út 2018.

Guðmundur Andri er 17 ára og spilaði fjóra leiki með KR í Pepsi-deildinni í fyrra en faðir hans er markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson.



Athugasemdir
banner
banner