Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. apríl 2017 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Fylkir sigurvegari í B-deild
Fylkisstúlkur unnu B-deild Lengjubikars kvenna.
Fylkisstúlkur unnu B-deild Lengjubikars kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þremur síðustu leikjunum í B-deild kvenna í Lengjubikarnum er lokið. Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í mótinu eftir leikina.

Fylkir sótti Hauka heim að Ásvöllum og lenti undir þegar hin bandaríska Vienna Behnke skoraði fyrir Hauka.

Fimm mínútum eftir mark hennar tókst Fylkiskonum þó að jafna þegar hin marksækna Jesse Shugg skoraði.

Staðan var jöfn í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var eitt mark skorað og það var gestanna. Markið skoraði Íris Dögg Frostadóttir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Fylkir vann þennan leik 2-1, en það þýðir að þær vinna B-deildina með 12 stig, tveimur stigum meira en ÍA og KR.

ÍA hefði getað unnið, en þær töpuðu á móti Grindavík, 2-1. Linda Eshun og Lauren Brennan komu Grindavík í 2-0 áður en Aníta Sól Ágústsdóttir minnkaði munninn þegar lítið var eftir.

KR gerði svo jafntefli við Selfoss á Selfossi, en stöðutöfluna í riðlinum má sjá hér að neðan. Það gæti tekið einhvern tíma fyrir hana að uppfæra sig. Þolinmæðin skilar sér!

Haukar 1 - 2 Fylkir
1-0 Vienna Behnke ('33 )
1-1 Jesse Shugg ('38 )
1-2 Íris Dögg Frostadóttir ('75 )

Grindavík 2 - 1 ÍA
1-0 Linda Eshun ('59 )
2-0 Lauren Brennan ('85 )
2-1 Aníta Sól Ágústsdóttir ('90 )

Selfoss 0 - 0 KR

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner