fim 20. apríl 2017 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið ársins valið af leikmönnum - Zlatan og Sanchez ekki valdir
Zlatan er ekki valinn í lið ársins.
Zlatan er ekki valinn í lið ársins.
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna hvernig lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, valið af leikmönnum, lítur út. Tilkynnt verður formlega um valið þann 23. apríl, en þá verður einnig greint frá því hver besti leikmaður tímabilsins er og hver besti ungi leikmaðurinn er.

Tveir af þeim leikmönnum sem voru tilnefndir sem besti leikmaðurinn, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic, komast ekki í lið ársins. Það vekur athygli, en hinir sem tilnefndir voru komast í liðið.

Manchester United, Liverpool og Everton eiga öll einn fulltrúa í liðinu, en enginn leikmaður frá Arsenal kemst í liðið.

Toppliðin tvö, Chelsea og Tottenham, eiga flesta leikmenn sem komast í liðið. Bæði lið fá fjóra leikmenn.

Lið ársins, valið af leikmönnum, má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner