Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. apríl 2017 23:50
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mazzarri: Verð 100% áfram hjá Watford
Mazzarri ætlar að halda áfram hjá Watford
Mazzarri ætlar að halda áfram hjá Watford
Mynd: Getty Images
Walter Mazzarri, stjóri Watford segist vera 100% viss um að hann muni stýra liðinu á næsta tímabili.

Ítalinn er á sínu fyrsta tímabili sem stjóri Watford og var undir mikilli pressu í mars eftir lélegt gengi en félagið hefur klifið upp töfluna síðustu vikur og er komið í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Mazzarri er öruggur um að hann muni vera í stjórastólnum á næsta tímabil, sama hvað gerist í síðustu sex leikjum tímabilsins.

„Ef ég fæ einhverju um ráðið, þá verð ég 100% áfram á næsta tímabili," sagði Mazzarri en Watford mætir Hull á útivelli á morgun.

„Við vorum óheppnir með meiðsli en þrátt fyrir það erum við í tíunda sæti. Þú þarft aðeins að horfa á hvað veðbankarnir sögðu til að vita að þetta er mikið afrek."
Athugasemdir
banner
banner