Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. apríl 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe var gráti næst eftir baráttu við Thiago Silva
Mbappe hefur fljótt skotist upp á stjörnuhimininn.
Mbappe hefur fljótt skotist upp á stjörnuhimininn.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, undradrengur Mónakó, var gráti næst eftir að mætt varnarmanninum Thiago Silva í úrslitum franska deildarbikarsins. Þetta segir liðsfélagi hans, markvörðurinn Danijel Subasic.

Mbappe hefur slegið í gegn á skömmum tíma og er í dag einn umtalaðasti fótboltamaður í heimi.

Subasic segir að þetta hafi orðið til þess að andstæðingar Mónakó hafi sett skotmark á bakið á honum. Thiago Silva sé besta dæmið um það, en hann segir að tæklingar Brasilíumannsins hafi farið illa með Mbappe, hann hafi reynt að eyðileggja sjálfstraust hans.

„Í deildarbikarnum töpuðum við 4-1 gegn PSG og Silva fór illa með Mbappe frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu," sagði hann.

„Hann tæklaði hann illa, hann vildi eyðileggja sjálfstraust hans. Í búningsklefanum á eftir var Mbappe mjög leiður, hann grét næstum því og var mjög niðurdreginn."

„Ég fann til með honum þannig að ég knúsaði hann og sagði við hann að svona hlutir væru eðlilegir vegna þess að hann hafði sýnt öllum hversu kröftugur hann væri og að í framtíðinni myndu allir fara svona á eftir honum," sagði Subasic að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner