Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 20. apríl 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pique skýtur á stuðningsmenn Real Madrid
Pique skilur ekki hegðun stuðningsmanna Real Madrid.
Pique skilur ekki hegðun stuðningsmanna Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, hefur látið stuðningsmenn Real Madrid heyra það. Barcelona og Real Madrid eru erkifjendur.

Barcelona féll úr leik í Meistaradeildinni í gær eftir samanlagt 3-0 tap gegn Juventus. Eftir leik klöppuðu stuðningsmenn Börsunga fyrir frammistöðu leikmanna sinna manna.

Það var annað uppi á tengingunum þegar Real Madrid hafði betur gegn Bayern á þriðjudagskvöld. Þá bauluðu stuðningsmenn Madrídinga á leikmenn sína og fékk Cristiano Ronaldo helst að finna fyrir því, þrátt fyrir að hann hafi skorað þrennu í leiknum.

„Það særir (þá) þegar þeir sjá Nývang klappa fyrir sínu liði, þrátt fyrir að það hafi fallið úr leik. Þeir eru vanir gagnrýni, þrátt fyrir að hafa komist áfram," sagði Pique og átti þar við leikmenn Real.

Hér að neðan má sjá tíst frá Pique þar sem hann vísar í frétt frá Marca þar sem talað er um að klappað hafi verið fyrir Barcelona-liðinu í gær.



Athugasemdir
banner
banner