Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. apríl 2017 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky Sports: Michael Keane fer frá Burnley í sumar
Keane hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu.
Keane hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Michael Keane mun fara frá Burnley í sumar, en þetta segja heimildarmenn Sky Sports.

Tilboð bárust í Keane, sem lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir England, frá Leicester síðasta sumar, en þeim var öllum hafnað.

Hinn 24 ára gamli Keane hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United, en samkvæmt Sky Sports hafa engar viðræður enn átt sér stað þar á bæ.

Everton, Tottenham og Liverpool eru einnig sögð áhugasöm um Keane. Hann á eitt ár eftir af núgildandi samningi sínum og því má búast við því að Burnley nýti tækifærið og selji hann í sumar.

Keane lék sinn fyrsta landsleik fyrir England í síðasta mánuði í vináttulandsleik gegn Þýskalandi. Hann hefur spilað alla 33 leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner