Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. apríl 2017 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southampton vill fá Gylfa og Jansson
Powerade
Gylfi er nefndur í slúðurpakka dagsins.
Gylfi er nefndur í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Costa gæti farið til Kína.
Costa gæti farið til Kína.
Mynd: Getty Images
Á leið til Tottenham?
Á leið til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins í boði Powerade. Helstu molarnir í enskum fjölmiðlum eru teknir saman af BBC.



Zlatan Ibrahimovic (35), sóknarmanni Manchester United, verður boðið að fá 5 milljónir punda á tímabili til þess að verða nýtt andlit Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni. Zlatan verður lánaður aftur til Manchester United - eða annars félags í Evrópu - á fyrri hluta tímabilsins. (Daily Mail)

Serge Aurier (24), bakvörður Paris Saint-Germain, hefur greint Jose Mourinho, stjóra Man Utd, frá því að hann vilji spila á Old Trafford. (L'Equipe)

Real Madrid mun bjóða 60 milljónir punda - næstum því tvöfalt heimsmetsfé fyrir markvörð - í David de Gea (26), markvörð Man Utd í sumar. (Sun)

Á meðan, hefur Alvaro Morata (24), sóknarmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, áhuga á að spila fyrir Chelsea. Morata er pirraður á litlum spiltíma á Spáni. (Diario Gol)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafnaði víst tækifæri á því að kaupa miðjumennina N'Golo Kante (26), sem er núna hjá toppliði Chelsea, og Thomas Lemar (21), núna hjá Mónakó, saman á 12,6 milljónir punda fyrir aðeins tveimur árum. (Sun)

Chelsea óttast að nýtt risatilboð frá Kína muni freista Diego Costa (28). Tilboðið hljóðar þannig að Costa muni fá 650 þúsund pund í vikulaun. (Daily Mirror)

Liverpool er tilbúið að spila Emre Can (23) út samning hans, burtséð frá því hvort hann skrifi undir nýjan samning í sumar eða ekki. (Daily Telegraph)

Troy Deeney (28), fyrirliði Watford, gæti farið í sumar ef Watford vill losa sig við hann. West Brom fylgist vel með og er tilbúið að bjóða 20 milljónir punda í sóknarmanninn. (Daily Star)

Claudio Ranieri segist vera tilbúinn að snúa aftur í þjálfun, tveimur mánuðum eftir að hafa verið látinn taka pokann sinn hjá Leicester City. (BT Sport)

Allt að 16 leikmenn gætu yfirgefið Sunderland í sumar, en allt stefnir í að Sunderland falli úr ensku úrvalsdeildinni. (Daily Star)

Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (23) hefur sagt vinum sínum að hann vilji fara aftur til Chelsea í sumar. Everton hefur skellt 100 milljón punda verðmiða á hann. (Sun)

Tottenham hefur áhuga á Douglas Costa (26), kantmanni Bayern München. Costa er metinn á 30 milljónir punda. (Daily Mirror)

Spurs er tilbúið að vera eitt þeirra liða sem býður í Michael Keane (24), varnarmann Burnley, en það gæti aukið vonir Manchester United um að landa Eric Dier (23), miðjumanni Tottenham. (Daily Telegraph)

Ryan Sessegnon (16), vinstri bakvörður Fulham, mun skrifa undir atvinnumannasamning við félagið þegar hann verður 17 ára í næsta mánuði. (Daily Mail)

Southampton vill fá Gylfa Sigurðsson (27) frá Swansea og Pontus Jansson (26), sænskan leikmann Leeds. (NBC)
Athugasemdir
banner
banner
banner