banner
fim 20.apr 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tevez um ferðina í Disneyland: Ég er bara venjuleg manneskja
Mynd: NordicPhotos
Carlos Tevez skilur ekki óánægjuna í stuðningsmönnum Shanghai Shenhua. Þeir voru ekki par sáttir þegar sást til hans í Disneyland-i á sama tíma og hann gat ekki spilað fyrir liðið vegna meiðsla.

Tevez missti af leik gegn Changchun Yatai, en hann var myndaður ásamt fjölskyldu sinni í skemmtigarðinum á meðan liðsfélagar hans voru að ferðast í leikinn sem þeir unnu naumlega 3-2.

„Ég las fréttirnar (um gagnrýni) um ferð mína í Disneyland með fjölskyldu minni," sagði Tevez við kínverska fjölmiðla. „Þetta var frídagur hjá mér. Ég fór í Disneyland eftir æfingu. Ég er bara venjuleg manneskja, og það er venjulegt að verja gæðastund með fjölskyldu minni," sagði Argentínumaðurinn einnig.

„Ég æfi með alvöru hugarfari, og þegar ég er í fríi þá vonast ég til þess að það sé virt. Ég vona að það verði ekki fjallað um einkalíf mitt aftur," sagði Tevez sem er talinn launahæsti leikmaður heims.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 30. nóvember 14:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
No matches