Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. apríl 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það versta sem gat gerst viku eftir árásina"
Tuchel, þjálfari Dortmund.
Tuchel, þjálfari Dortmund.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, þjálfari Dortmund, segir að það hafi haft áhrif á möguleika Dortmund að töf hafi verið á liðsrútu liðsins fyrir leik.

Eins og flestir ættu að vita var sprengjuárás gerð á liðsrútu Dortmund fyrir viku, en í gær var rútan stoppuð af lögreglu. Það þurfti að seinka leiknum vegna þess, en Tuchel segir að það hafi verið óþægileg tilfinning að lenda í þessu.

„Rútan átti að fara 7:15 (að staðartíma). Allir voru í rútunni og lögreglan var tilbúin að fylgja okkur, en svo var okkur sagt að við þyrftum að bíða," sagði Tuchel, en Dortmund tapaði leiknum í gærkvöldi 3-1 og einvíginu samanlagt 6-3.

„Við biðum í 16 eða 17 mínútur og þegar við reyndum að finna út af hverju, þá sögðu þeir bara að það væri af öryggisástæðum."

„Þetta var það versta sem hefði getað gerst, viku eftir árásina. Allir voru í rútunni, tilbúnir að fara, en okkur var ekki leyft að fara."

„Þú reynir að fara inn í svona leik með þannig hugarástand að reyna að snúa einvíginu við, en þegar það var svona stutt í leik gátum við ekki hugsað um fótbolta og það var ekki ákjósanlegt."

Dortmund tapaði eins og áður segir leiknum í gær og verða ekki á meðal þeirra liða sem spila í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði með 3-1 sigri Mónakó, en hann fór fram aðeins degi eftir sprengjuárásina á liðsrútu Dortmund. Aðeins einn slasaðist í árásinn, en hún hafði áhrif á alla sem voru í rútunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner