Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 20. apríl 2017 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðmiðinn á Gylfa sagður vera 35 milljónir punda
Gylfi fer ekki ódýrt.
Gylfi fer ekki ódýrt.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur blandað sér í baráttuna um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Everton og Newcastle vilja einnig fá hann í sínar raðir.

Gylfi, sem leikur með Swansea, er metinn á 35 milljónir punda samkvæmt frétt Daily Mail. Ef Swansea fellur úr ensku úrvalsdeildinni gæti verðmiðinn fallið.

Gylfi hefur verið langbesti leikmaður Swansea á tímabilinu og hvað sem gerist hjá liði hans þá verður Gylfi áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Ronald Koeman, stjóri Everton, er sagður mikill aðdáandi Gylfa og hann stefnir á að styrkja lið sitt vel í sumar. Gylfi er á óskalistanum.

Southampton hefur einnig áhuga á Gylfa eins og áður kom fram, en dýrlingarnir vilja einnig fá Pontus Jansson frá Leeds United.
Athugasemdir
banner
banner