Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 20. apríl 2018 09:10
Magnús Már Einarsson
Arsenal ætlar að ráða nýjan stjóra sem fyrst
Wenger kveður í sumar.
Wenger kveður í sumar.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu eftir að Arsene Wenger tilkynnti að hann muni láta af störfum í sumar eftir 22 ár við stjórnvölinn.

„Arsene mun leiða liðið út tímabilið og við munum ráða mann eins fljótt og hægt er," sagði í yfirlýsingunni frá Arsenal.

„Félagið ætlar ekki að tjá sig meira um val á eftirmanni fyrr en ráðningunni er lokið."

Hinn 68 ára gamli Wenger tók við Arsenal 1. október árið 1996 en undir hans stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina og sjö sinnum unnið enska bikarinn.

Sjá einnig:
Wenger styður Patrick Vieira sem framtíðarstjóra Arsenal
Wenger hættir með Arsenal í sumar (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner