Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. apríl 2018 22:00
Ingólfur Stefánsson
Chelsea þarf að borga fyrir Ampadu
Ethan Ampadu
Ethan Ampadu
Mynd: Getty Images
Chelsea þarf að greiða Exeter 2,5 milljónir punda fyrir Ethan Ampadu. Ampadu ólst upp hjá Exeter og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið aðeins 15 ára gamall.

Ampadu gekk til liðs við Chelsea síðasta sumar en þar sem leikmaðurinn er enn aðeins 17 ára ákvað dómstóll enska knattspyrnusambandsins upphæðina sem félagið þarf að borga til Exeter.

Þrátt fyrir ungan aldur er Ampadu nú þegar orðinn landsliðsmaður í landsliði Wales og hann hefur spilað sjö leiki fyrir Chelsea á tímabilinu.

Chelsea mun þurfa að borga 1,3 milljónir til Exeter núna og 1,2 milljónir síðar. Stjórn Exeter hefur lýst yfir óánægju yfir því hversu lítið verð Chelsea þarf að borga.

Exeter mun einnig fá 20% af féinu verði leikmaðurinn seldur frá Chelsea í framtíðinni. Julian Tagl stjórnarformaður Exeter segist þó ekki sáttur með dóminn og segir að hann sendi röng skilaboð til minni liða.

„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta eru ekki venjuleg félagsskipti heldur einungis fé til þess að verðlauna okkur fyrir fjárfestingu okkar í þessum leikmanni. Þrátt fyrir það er þessi upphæð skammarlega lág og við erum vægast sagt vonsvikin."
Athugasemdir
banner
banner