banner
   fös 20. apríl 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huginn fær fjóra leikmenn (Staðfest)
Milos Ivankovic.
Milos Ivankovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Huginn frá Seyðisfirði hefur fengið til sín fjóra leikmenn fyrir átökin sem verða í 2. deildinni í sumar.

Leikmennirnir eru Cristian Mico Ferrera, Milos Ivankovic, Nenad Simic og Sólmundur Aron Björgólfsson.

Milos er varnarmaður sem spilaði einnig með Hugin í fyrra og árið 2014. Hann hefur einnig leikið með Fjarðabyggð hér á landi en hann hefur ákveðið að koma aftur og spilað á Seyðisfirði í sumar.

Milos var einn besti varnarmaður 2. deildarinnar í fyrra og fékk hann atkvæði í úrvalslið tímabilsins.

Cristian Mico er einnig varnarmaður og Nenad Simic er 34 ára sóknarmaður sem getur líka verið á kantinum.

Sólmundur Aron er bakvörður, fæddur 1996 og hefur spilað með Leikni Fáskrúðsfirði allan sinn feril.

Þeir gætu allir þreytt frumraun sína í kvöld þegar Huginn heimsækir Hött í Mjólkurbikarnum.

Sjá einnig:
Ivan Eres í Hugin (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner