fös 20. apríl 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp ætlar í frí þegar hann segir bless við Liverpool
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur greint frá því að hann muni taka sér ársfrí frá fótbolta þegar sá tími kemur að hann yfirgefi félagið.

Klopp tók við liði Liverpool árið 2015 en núgildandi samningur hans rennur ekki út fyrr en árið 2022.

Klopp var orðaður við Bayern München áður en Niko Kovac var ráðinn í starfið en Klopp ætlar ekki að hoppa frá Liverpool í eitthvað annað starf. Hann segist ætla að taka sér ársfrí frá fótbolta þegar hann kveður Liverpool.

„Það er möguleiki á því að ég muni enda feril minn fyrr en margir aðrir knattpsyrnustjórar," segir Klopp við Sky í Þýskalandi.

„Ég vil ekki deyja á varamannabekknum. Eftir Liverpool þá mun klárlega ég taka mér eitt ár í frí. Ég er búinn að gera samkomulag við fjölskyldu mína um það," sagði Klopp áður en hann ítrekaði það að hann væri ekki á förum frá Liverpool í bráð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner