Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. apríl 2018 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ um áfengisauglýsingu: Mannleg mistök
Hér má sjá glitta í umrædann búning Vatnalilja.
Hér má sjá glitta í umrædann búning Vatnalilja.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í dag var birt grein í Fréttablaðinu þar sem vinnubrögð KSÍ voru gagnrýnd af Árna Guðmundssyni, formanni Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Ástæðan fyrir gagnrýni hans er sú að þegar tilkynnt var að bikarkeppnin í fótbolta fengi aftur heitið Mjólkurbikarinn, þá mættu fulltrúar úr liðum sem taka þátt í 1. umferð bikarsins. Eitt af þessum liðum voru Vatnaliljur úr 4. deild.

Vatnaliljur auglýsa bjórinn Bola framan á treyjum sínum en í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu KSÍ eru tveir leikmenn Vatnalilja í búningum félagsins fyrir aftan Guðna Bergsson, formann KSÍ, Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar og Stefán Sigurðsson, forstjóra Sýnar, þegar samstarfssamningur var undirritaður.

Þess vegna var Árni ósáttur en hann segir þetta vera klárt brot á 20. grein áfengislaga.

„Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt," segir Árni við Benedikt Bóas en hægt er að lesa nánar um málið á Vísi.is.

„Mannleg mistök"
KSÍ hefur beðist afsökunar á málinu og segir að „mannleg mistök" hafi átt sér stað.

„Mannleg mistök áttu sér stað á viðburði í höfuðstöðvum KSÍ þar sem áfengisauglýsing var sýnileg framan á búningi aðildarfélags," segir í yfirlýsingu KSÍ.

„KSÍ er að skoða málið með viðkomandi aðildarfélagi, enda eru áfengisauglýsingar ólöglegar samkvæmt landslögum, auk þess sem fram kemur í reglugerð KSÍ um búnað knattspyrnuliða að „Auglýsing má aðeins varða vörutegund eða þjónustu sem ekki vinnur gegn hugsjónum íþróttamanna”."

„Í framhaldinu mun KSÍ skoða vinnulag og kanna hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar séu á keppnisfatnaði aðildarfélaga."
Athugasemdir
banner
banner