fös 20. apríl 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Læti í Tyrklandi - Þjálfari Besiktas fluttur á sjúkrahús
Gunes heldur um höfuð sitt.
Gunes heldur um höfuð sitt.
Mynd: Getty Images
Leikur Fenerbache og Besiktas í undanúrslitum tyrkneska bikarsins í gær var stoppaður eftir að Senol Gunes, þjálfari Besiktas, fékk hlut sem kastað var úr stúkunni í höfuðið.

Gunes var fluttur á spítala eftir að hafa fengið aðskotahlut í höfuðið á 58. mínútu leiksins.

Leikurinn var í kjölfarið flautaður af og var staðan þá markalaus. Þetta var seinni leikur liðanna í undanúrslitum bikarsins en fyrri leikurinn, á heimavelli Besiktas, endaði 2-2.

Mikill rígur er á milli Fenerbache og Besiktas en lætin á fótboltaleikjum í Tyrklandi eru oft á tíðum ógurleg.

Ekki hafa enn fengist fregnir af því hvernig verður tekist á við þetta mál, hvort leikurinn verði spilaður aftur eða hvort öðru hvoru liðinu verður dæmdur sigurinn.

Hér að neðan er mynd af Gunes eftir að saumuð voru fimm spor í höfuð hans í gærkvöldi.



Athugasemdir
banner
banner
banner