Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. apríl 2018 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ég vona að Wenger hætti ekki
,,Það er yfirleitt þannig að þeir sem virða hvorn annan, þeir lenda í vandræðum.
,,Það er yfirleitt þannig að þeir sem virða hvorn annan, þeir lenda í vandræðum.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og Arsene Wenger hafa oft á tíðum eldað grátt silfur. Í morgun tilkynnti Arsene Wenger að hann væri að hætta með Arsenal eftir tæplega 22 ár við stjórnvölinn og nú hefur hefur Mourinho kallað eftir að meiri virðing verði borin fyrir Wenger.

Hinn 68 ára gamli Wenger gerði nýjan tveggja ára samning við Arsenal í fyrrasumar en hann hefur ákveðið að hætta eftir núverandi tímabil.

„Eftir vandlega íhugun og viðræður við félagið þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig til að stíga til hliðar," sagði Wenger í morgun.

Mourinho og Wenger hafa verið erkifjendur í gegnum tíðina og frægt var þegar Mourinho sagði að Wenger væri sérfræðingur í að mistakast. Mourinho vill hins vegar meina að engin illindi séu á milli þeirra.

„Ef hann er ánægður, þá er ég ánægður," sagði Mourinho við blaðamenn. „Ef hann er sorgmæddur, þá er ég sorgmæddur. Ég óska andstæðingum mínum alltaf alls hins besta. Ég óska alltaf öllum alls hins besta."

„Ég er nokkuð viss um að við sem félag munum sýna Wenger þá virðingu sem hann á skilið, sérstaklega í ljósi þess að herra Wenger og Arsenal voru í mörg ár, mörg ár helsti keppinautur Sir Alex Ferguson og liða hans."

Aðspurður út í ríginn á milli þeirra, þá sagði Mourinho:

„Þetta snýst ekki um að sjá á eftir einhverju. Það sem skiptir máli fyrir mig er að ég virði persónuna, atvinnumanninn og ferilinn. Það er yfirleitt þannig að þeir sem virða hvorn annan, þeir lenda í vandræðum."

„Eins og ég segi, ef hann er ánægður með ákvörðunina þá er ég ánægður. Ég vona að hann hætti ekki í fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner