Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. apríl 2018 08:48
Magnús Már Einarsson
PSG vill Pogba - Richarlison til Man Utd?
Powerade
Hvað verður um Pogba í sumar?
Hvað verður um Pogba í sumar?
Mynd: Getty Images
Richarlison er sagður á óskalista Manchester United.
Richarlison er sagður á óskalista Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með nóg af slúðri í dag líkt og alla aðra daga. Kíkjum á það.



PSG hefur haft samband við umboðsmanninn Mino Raiola með það fyrir augum að fá Paul Pogba (25) frá Manchester United. (ESPN)

United vill fá 140 milljónir ef Pogba fer frá félaginu. Frakkinn kom til félagsins frá Juventus á 89 milljónir punda fyrir tæpum tveimur árum. (Mail)

Manchester City vill ennþá fá Riyad Mahrez (27) frá Leicester. City ætlar að bjóða 65 milljónir punda í Mahrez í sumar. (Sun)

West Ham hefur áhuga á að kaupa Joe Hart (31) en hann er í láni hjá félaginu frá Manchester City. (Mirror)

Það veltur á því hvort Gareth Bale (28) fari eða ekki hvort Real Madrid reyni að fá Eden Hazrd (27) í sumar. (Mail)

Samband Bale og Zinedine Zidane þjálfara Real Madrid er slæmt. (Mundo Deportivo)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að taka Alexis Sanchez (29) úr liðinu fyrir leikinn gegn Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. (Sun)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vonast til að Jack Wilshere (26) geri langtíma samning við félagið í sumar. (Goal)

Sam Allardyce, stjóri Everton, vill fá Wilshere til félagsins. (Liverpool Echo)

Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um kantmanninn Richarlison (20) hjá Watford. United er á undan Bayern Munchen og PSG í baráttunni. (Mail)

Arsenal ætlar að reyna að selja Shkodran Mustafi (26) og Granit Xhaka (25) í sumar. James Maddison (21) miðjumaður Norwich og Ryan Fredericks (25) varnarmaður Fulham eiga að koma í staðinn. (Mirror)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að bjóða Santi Cazorla (33) nýjan samning en hann veit ekki hvort að leikmaðurinn geti spilað aftur vegna meiðsla. (Telegraph)

Juventus myndi íhuga að kaupa Alvaro Morata (25) frá Chelsea en einungis fyrir lága upphæð. (Sun)

Þýska félagið RB Leipzig (20) vill kaupa Ademola Lookman sem hefur verið á láni frá Everton í síðan í janaúr. (Star)

Andreas Pereira (22) vonast til að snúa aftur til Manchester United eftir að lánsdvöl sinni hjá Valencia lýkur í sumar. (South China Morning Post)

Brighton vill kaupa framherjann Stephane Bahoken (25) frá Strasbourg. (ExpresS)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner