Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. apríl 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Salah hlakkar til að mæta Roma í fyrsta sinn
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku og býst Mohamed Salah við að það verði tilfinningaþrungin stund.

Salah er elskaður í Róm og gerði mjög góða hluti fyrir félagið yfir tvö tímabil. Hann verður eflaust í byrjunarliðinu er liðin mætast á Anfield á þriðjudaginn.

„Þetta verður tilfinningaþrungin stund, að mæta Roma í fyrsta sinn," sagði Salah við Sky Sports.

„Ég spilaði þarna í tvö ár og var mjög ánægður. Ég elska stuðningsmenn félagsins og þeir elskuðu mig. Ég er mjög ánægður að fara aftur til Rómar þar sem mér líður eins og heima.

„Ég vonast til að hafa betur gegn Roma en á sama tíma óska ég félaginu alls hins besta."

Athugasemdir
banner
banner
banner