Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. apríl 2018 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurður Ragnar náði í bronsverðlaunin
Siggi Raggi er landsliðsþjálfari Kína.
Siggi Raggi er landsliðsþjálfari Kína.
Mynd: Getty Images
Lærimeyjar Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í kínverska landsliðinu náðu í bronsverðlaun í Asíubikarnum með sigri á Taílandi í leiknum um 3. sætið á þessum föstudegi.

Kína tapaði sínum fyrsta leik á mótinu í undanúrslitunum á þriðjudaginn gegn sterku liði Japans.

Það var því niðurstaðan hjá Kína að spila um 3. sætið gegn Taílandi og þar höfðu stúlkúrnar hans Sigga Ragga betur.

Eftir markalausan fyrri hálfleik datt kínverska liðið í gang í byrjun seinni hálfleiks og skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu. Taíland minnkaði muninn í 3-1 en þar við sat.

Sigur Kína staðreynd en eftir þennan fína árangur í Asíumótinu er liðið búið að tryggja sæti sitt á HM. Ísland er því komið með einn fulltrúa á HM í Frakklandi á næsta ári en það gæti bæst við í þann hóp síðar meir þar sem íslenska kvennalandsliðið er í ágætis möguleika á því að komast inn á mótið.

Japan og Ástralía mætast í úrslitaleik Asíubikarsins á eftir.
Athugasemdir
banner
banner