Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. apríl 2018 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex: Mjög ánægður fyrir hönd Arsene Wenger
,,Hann er án nokkurs vafa einn besti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og ég er stoltur að hafa verið erkifjandi, kollegi og vinur þessa frábæra manns.
,,Hann er án nokkurs vafa einn besti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og ég er stoltur að hafa verið erkifjandi, kollegi og vinur þessa frábæra manns."
Mynd: Getty Images
Á heimasíðu Manchester United má finna viðtal við Sir Alex Ferguson. Þar talar hann um sinn gamla keppinaut, Arsene Wenger.

Wenger tilkynnti það í dag að hann myndi hætta sem stjóri Arsenal eftir tímabilið eftir að hafa starfað hjá félaginu í 22 ár.

Sir Alex var stjóri Man Utd í 27 ár en hann og Wenger börðust oft og mörgum sinnum um stóru titlana á Englandi.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd Arsene Wenger," segir Ferguson sem settist í helgan stein árið 2013. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum og því starfi sem hann hefur sinnt hjá Arsenal."

„Það ber vott um hæfileika hans, fagmennsku og áræðni að hann hafi tileinkað 22 árum af lífi sínu starfinu sem hann elskar. Á tímum þar sem stjórar endast stundum aðeins í eitt eða tvö tímabil, þá sést hvað þetta er stórt afrek hjá Wenger."

„Ég er ánægður að hann hafi tilkynnt að hann sé á förum á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Nú getur hann fengið kveðjustundina sem hann á skilið. Hann er án nokkurs vafa einn besti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og ég er stoltur að hafa verið erkifjandi, kollegi og vinur þessa frábæra manns."

Næsti heimaleikur Man Utd í deildinni er einmitt gegn lærisveinum Arsene Wenger í Arsenal þann 29. apríl.
Athugasemdir
banner
banner