Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 20. apríl 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Swansea mun standa heiðursvörð fyrir Man City
Man City er Englandsmeistari.
Man City er Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Swansea munu standa heiðursvörð fyrir Manchester City fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn um síðustu helgi eftir nágrannarnir í United töpuðu á heimavelli fyrir botnliði West Brom.

Það er hefð fyrir því að að önnur lið standi heiðursvörð fyrir meistara ef einhverjir leikir eru eftir.

Það var mikið gert úr því undir lok Pepsi-deildar karla í fyrra að leikmenn Stjörnunnar skyldu ekki standa heiðursvörð fyrir Íslandsmeistara Vals og þá ætlar Real Madrid ekki að standa heiðursvörð fyrir Barcelona. En Swansea ætlar ekki að svíkjast undan hefðinni. „Við erum stoltir að standa heiðursvörð fyrir Man City," segir Carlos Carvalhal, stjóri Swansea.

„Þeir eru besta liðið í ensku úrvalsdeildinni og spila frábæran fótbolta. Þeir verðskulda það að vera meistarar."

City mun taka á móti bikarnum 6. maí
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner