Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. apríl 2018 15:10
Magnús Már Einarsson
Túfa: Milan enn þá langt frá fótboltanum
Túfa og Milan Joksimovic.
Túfa og Milan Joksimovic.
Mynd: Getty Images
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, segir ennþá talsvert langt í vinstri bakvörðurinn Milan Joksimovic snúi aftur.

Milan kom til KA í vetur en hann meiddist illa fljótlega eftir komuna til liðsins. Milan meiddist eftir að hnéskel hans færðist úr stað í leik gegn Breiðabliki í Lengjubikarnum á dögunum.

„Hann er á réttri leið og er byrjaður að hjóla en hann er ennþá langt frá fótboltanum. Ég reikna ekki með honum fyrir byrjun móts," sagði Túfa við Fótbolta.net.

Flestir aðrir leikmenn KA eru í fínum gír fyrir byrjun Pepsi-deildarinnar eftir rúma viku en liðið heimsækir þá Fjölni.

„Steinþór (Freyr Þorsteinsson) hefur verið að ströggla með meiðsli undanfarin mót. Við vonum að hann verði klár fyrir fyrsta leik. Hann er sá eini sem hefur verið meiðslavandræðum undanfarið."

Túfa staðfesti einnig að KA gæti bætt við sig mönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar 15. maí. „Við erum ennþá með opin augun að styrkja okkur aðeins meira," sagði Túfa.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net 4. sæti - KA

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner