fös 20. apríl 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger styður Patrick Vieira sem framtíðarstjóra Arsenal
Vieira gengur af velli eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Manchester United 21. september 2003.
Vieira gengur af velli eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Manchester United 21. september 2003.
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira hefur að undanförnu verið orðaður við stjórastöðuna hjá Arsenal þar sem útlit er fyrir að Arsene Wenger sé á förum frá félaginu á næstu 13 mánuðum.

Vieira þjálfaði U23 lið Manchester City frá 2013 til 2015 og tók svo við New York City í MLS deildinni 2016.

Wenger hefur fylgst með ferli Vieira og lítur á hann sem mögulegan framtíðarstjóra Arsenal.

„Þessa stundina starfar hann fyrir New York og Manchester City. Hann er maður sem gæti tekið við Arsenal og gert það vel," sagði Wenger.

„Ég hef fylgst náið með þjálfaraferli hans og hann hefur verið að gera mjög góða hluti. Hann verður bara að átta sig á því að enska úrvalsdeildin er sérstök og að það er ótrúleg samkeppni fyrir hverja einustu stjórastöðu."

Vieira var fyrirliði Arsenal í kringum aldamótin. Hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar og bikarinn þrisvar á níu árum hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner