Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 20. apríl 2018 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatko Krickic aftur kominn í Leikni R. (Staðfest)
Zlatko í leik með Haukum.
Zlatko í leik með Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir úr Breiðholti hefur fengið til liðs við sig Zlatko Krickic fyrir baráttuna í Inkasso-deildinni í sumar.

Zlatko lék í fyrra 11 leiki með Þrótti Vogum er liðið komst upp úr 3. deildinni. Þar áður var hann í Haukum í þrjú ár.

Zlatko er miðjumaður sem á landsleiki fyrir U17 lið Íslands.

Hann þekkir vel til hjá Leikni eftir að hafa spilað með liðinu í 1. deild karla árið 2012. Þá spilaði hann 12 leiki fyrir liðið.

Auk þess að spila með Haukum, Þrótti V. og Leikni, þá hefur hann einnig verið hjá Ými, HK, ÍA og Stál-úlfi. Hann var einnig um tíma hjá norska félaginu Fredrikstad.

Hinn 26 ára gamli Zlatko er fimmti leikmaðurinn sem Leiknismenn fá til sín fyrir tímabilið en fyrsti leikur liðsins í Inkasso-deildinni í sumar verður gegn ÍA á útivelli 5. maí næstkomandi.

Liðið mætir KH í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Komnir:
Ágúst Freyr Hallsson frá HK
Ernir Bjarnason frá Breiðabliki
Óttar Húni Magnússon frá Ranheim
Sólon Breki Leifsson frá Breiðabliki
Zlatko Krickic frá Þrótti V.

Farnir:
Anton Freyr Ársælsson í Fjölni (Var á láni)
Halldór Kristinn Halldórsson hættur
Kolbeinn Kárason í KH
Ragnar Leósson í ÍA
Brynjar Hlöðversson í HB
Athugasemdir
banner
banner
banner