Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. maí 2017 00:03
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Fjölnir vann stórt
Fjölnir er með fullt hús stiga
Fjölnir er með fullt hús stiga
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir fóru fram í 2. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en Fjölnir, Völsungur og Afturelding/Fram eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Völsungur vann Einherja 2-0. Hulda Ösp Ágústsdóttir og Kayla Grimsley gerðu mörkin.

Fjölniskonur unnu öruggan 4-0 sigur á Gróttu. Mörkin dreifðust á fjóra leikmenn en Ásta Sigrún Friðriksdóttir, Aníta Björk Bóasdóttir, Sunna Rut Ragnarsdóttir og Harpa Lind Guðnadóttir gerðu mörkin.

Afturelding/Fram vann Álftanes 2-0. Sigrún Gunndís Harðardóttir og Stefanía Valdimarsdóttir gerðu mörkin.

Fjölnir, Völsungur og Afturelding/Fram hafa unnið báða leiki sína. Grótta og Álftanes hafa tapað báðum leikjum sínum.

Úrslit og markaskorarar af Úrslit.net:

Völsungur 2 - 0 Einherji
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir (´28)
2-0 Kayla Grimsley (´88)

Grótta 0 - 4 Fjölnir
0-1 Ásta Sigrún Friðriksdóttir (´49)
0-2 Aníta Björk Bóasdóttir (´75)
0-3 Sunna Rut Ragnarsdóttir (´76)
0-4 Harpa Lind Guðnadóttir (´86)

Álftanes 0 - 2 Afturelding/Fram
0-1 Sigrún Gunndís Harðardóttir (´61)
0-2 Stefanía Valdimarsdóttir (´73)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner