Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Frakkland: Ajaccio sigraði Le Havre eftir vítaspyrnukeppni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ajaccio sigraði Le Havre í umspili um laust sæti í frönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ghishlain Gimbert kom Ajaccio yfir á 17. mínútu en Mateta jafnaði fyrir Le Havre og staðan jöfn í leikhléi.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og því þurfti að grípa til framlengingar. Það var mikill hiti í mönnum í framlengingunni þar sem alls fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós á aðeins fimm mínútum.

Le Havre komst aftur yfir á 111. mínútu með marki úr vítaspyrnu en AC Ajaccio tókst að jafna með síðustu spyrnu leiksins og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar voru liðsmenn Ajaccio sterkari og skoruðu úr öllum sínum spyrnum. Ajaccio mætir því Toulouse í algjörum úrslitaleik en Toulouse lenti í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.

AC Ajaccio 7-5 Le Havre
1-0 Ghislain Gimbert ('17)
1-1 Jean-Philippe Mateta ('36)
1-2 Jean-Philippe Mateta ('111)
2-2 M. M. Camara ('125)
5-3 í vítaspyrnukeppni


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner