Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gyan og Ayew bræður ekki með til Íslands
Icelandair
Asamoah Gyan kemur ekki með.
Asamoah Gyan kemur ekki með.
Mynd: Getty Images
Kwesi Appiah er búinn að kynna landsliðshóp Gana sem mætir Japan og Íslandi í æfingaleikjum fyrir HM í júní.

Appiah valdi 21 leikmenn í hópinn og þurfti að skilja marga lykilmenn og reynslubolta eftir heima.

Emmanuel Boateng, leikmaður Levante sem setti þrennu gegn Barcelona, og Kwesi Kyere, hjá FC Bayern, gætu spilað sinn fyrsta landsleik þegar þeir mæta Íslandi.

Asamoah Gyan, fyrirliði Gana, er ekki í hópnum frekar en bræðurnir Jordan og Andre Ayew, sem leika fyrir Swansea.

Christian Atsu og Daniel Amartey, leikmenn Newcastle og Leicester, eru heldur ekki í hópnum.

Albert Adomah, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa, er í hópnum eftir tveggja ára fjarveru. Adomah er búinn að gera 15 mörk fyrir Villa á tímabilinu. Þá er varnarmaðurinn Kyere Yiadom Andrew, liðsfélagi Jóns Daða Böðvarssonar í Reading, einnig í hópnum.

Appiah segir að liðsvalið sé litað af því að æfingaleikirnir eru ekki spilaðir á opinberum landsleikjadagsetningum FIFA. Gana fer ekki á HM, en liðið endaði fyrir neðan Egyptaland og Úganda í undankeppninni.

Leikið verður á Íslandi 7. júní, fimm dögum eftir leikinn gegn Norðmönnum.

Markmenn:
Richard Ofori (Maritzburg FC) Lawrence Ati Zigi (Sochaux)

Varnarmenn:
Lumor Agbenyenu (Sporting CP) Kyere Yiadom Andrew ( Reading), Joseph Attamah (Başakşehir), Rashid Sumaila ( Al Gharafa) Nicholas Opoku (Club African), Kassim Nuhu (Young Boys)

Miðjumenn:
Sackey Isaac (Alanyaspor) Afriyie Acquah (Torino), Wakaso Mubarak (Deportivo Alaves) Thomas Partey (Atletico Madrid), Thomas Agyepong (NAC Breda) Nana Ampomah ( Waasland- Beveren) Albert Adomah (Aston Villa), Gyasi Edwin (CSKA Sofia)

Sóknarmenn:
Kwasi Okyere (Bayern) Dwamena Raphael (Zurich) Frank Acheampong (Tianjin Teda) Yiadom Boakye (Jiangsu Suning) Emmanuel Boateng (Levante)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner