Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ítalía: Emil spilaði í sigri, Crotone fallið
Emil spilaði vel í sigri.
Emil spilaði vel í sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Milan skoraði fimm í dag.
AC Milan skoraði fimm í dag.
Mynd: Getty Images
Tekst Lazio að komast í meistaradeildina?
Tekst Lazio að komast í meistaradeildina?
Mynd: Getty Images
Nokkrum leikjum er lokið í síðustu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese sigruðu Bologna á heimavelli en Udinese þurfti á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í deildinni. Seko Fofana skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu. Emil spilaði 88 mínútur í dag og þótti standa sig vel.

Mikil barátta var um að halda sæti sínu í deildinni. SPAL 2013 sigruðu Sampdoria með þremur mörkum gegn einu. Með sigrinum heldur liðið sæti sínu í deildinni á kostnað Crotone sem tapaði gegn Napoli á útivelli, 2-1. Þá sigraði Cagliari lið Atalanta með marki undir lok leiks.

AC Milan skellti Fiorentina með fimm mörkum gegn engu þar sem Calhanoglu var í stuði, skoraði eitt mark og lagði upp þrjú. AC Milan fer því í umspil um sæti í Evrópudeildinni í sumar.

Torino vann góðan útisigur á Genoa auk þess sem Chievo Verona lagði botnlið Benevento.

Tveimur leikjum er enn ólokið en klukkan 18:45 mætast Lazio og Inter í stórleik helgarinnar. Inter þarf á sigri að halda ætli þeir sér að stela meistaradeildarsætinu af Lazio. Þá mætast Sassuolo og Roma á heimavelli Sassuolo.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Genoa 1 - 2 Torino
0-1 Iago Falqué ('30)
0-2 Daniele Baselli ('58)
1-2 Goran Pandev ('80)

AC Milan 5 - 1 Fiorentina
0-1 Giovanni Simeone ('20)
1-1 Hakan Calhanoglu ('23)
2-1 Patrick Cutrone ('42)
3-1 Nikola Kalinic ('49)
4-1 Patrick Cutrone ('59)
5-1 Giacomo Bonaventura ('76)

Cagliari - Atalanta
1-0 Luca Ceppitelli ('87)

ChievoVerona 1-0 Benevento
1-0 Roberto Inglese ('50)

SPAL 2013 3-1 Sampdoria
1-0 Mirko Antenucci ('4)
2-0 Alberto Grassi ('50)
3-0 Mirko Antenucci ('52)
3-1 Dawid Kownacki ('66)

SSC Napoli 2-1 Crotone
1-0 Arkadiusz Milik ('23)
2-0 Jose Callejon ('32)
2-1 Marko Tumminello ('91)

Udinese 1-0 Bologna
1-0 Seko Fofana ('30)
Athugasemdir
banner
banner
banner