Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. maí 2018 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool að ganga frá Nabil Fekir
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er eins og vanalega tekinn saman af BBC og eru ýmsir áhugaverðir orðrómar í gangi þar sem félagaskiptaglugginn opnar senn.



Diego Simeone ætlar að reyna að fá Jamie Vardy, 31, til Atletico Madrid. (Mirror)

Samningur Jack Wilshere, 26, við Arsenal rennur út í sumar. Hann gæti verið á leið til Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain. (L'Equipe)

Liverpool er nálægt því að ganga frá kaupum á Nabil Fekir, 24 ára sóknarmanni Lyon. (Mirror)

Félagaskipti Emre Can, 24, til Juventus eru svo gott sem staðfest. (Express)

Everton bætist í hóp þeirra liða sem vilja ganga frá kaupum á Wilfried Zaha, 25 ára kantmanni Crystal Palace. Palace er talið vilja minnst 50 milljónir punda. (Sun)

Marouane Fellaini, 30, er fluttur úr húsi sínu í Cheshire. Hann er meðal annars eftirsóttur af Besiktas, Marseille og Mónakó. (People)

Tottenham vill kaupa Wilmar Barrios, 24 ára miðjumann Boca Juniors. (Sun)

Juventus hefur áhuga á Hector Bellerin, 23 ára bakverði Arsenal, en tímir ekki að borga þær 50 milljónir sem Arsenal vill fá fyrir Spánverjann. (Express)

Besiktas ætlar að reyna að fá Alfredo Morelos, 21 árs sóknarmann, lánaðan frá Rangers. (Daily Record)

Velski varnarmaðurinn James Collins, 34, fékk tilkynningu í tölvupósti um að samningur hans við West Ham yrði ekki framlengdur eftir 11 ár hjá félaginu. (Mirror)

David Moyes var furðulostinn þegar West Ham bauð honum ekki nýjan samning á dögunum. Félagið hafði boðið honum nýjan samning aðeins fjórum vikum fyrr. (Sun)

Mauricio Pochettino átti jákvæðar samræður við stjórn Tottenham um áframhaldandi starf hans fyrir félagið. Stjórn Chelsea er búin að sætta sig við að Pochettino er ekki falur yfir á Brúnna. (Telegraph)

Zenit frá Sankti Pétursborg skoðar Rafael Benitez, stjóra Newcastle, sem arftaka Roberto Mancini. (Newcastle Chronicle)

Crystal Palace ætlar að fá hægri bakvörðinn Ryan Fredericks, 25, frítt frá Fulham í sumar. (Express)

Everton vonast til að staðfesta Marco Silva sem nýjan knattspyrnustjóra sinn á næstu dögum. (Daily Mail)

Jose Mourinho segir að Romelu Lukaku, 25, hafi ekki verið líkamlega tilbúinn til að byrja úrslitaleikinn gegn Chelsea.

Liverpool átti að spila æfingaleik við Borussia Mönchengladbach í sumar en hefur hætt við leikinn. Þýska félagið er á höttunum eftir Rhian Brewster, 18 ára leikmanni Liverpool, og hættir ekki að bjóða í hann þrátt fyrir ítrekuð svör frá enska félaginu. (Liverpool Echo)

Meira en 2000 stuðningsmenn Real Madrid eru búnir að skila miðunum sínum á úrslitaleikinn gegn Liverpool. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner