Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. maí 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Maurizio Sarri á útleið hjá Napoli?
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri hefur gefið í skyn að hann gæti yfirgefið Napoli í sumar.Sarri hefur verið orðaður við þjálfarastarf Chelsea þar sem framtíð Antonio Conte er óljós.

Ítalinn líflegi hefur viðurkennt að hann hafi ekki enn ákveðið hvar hann verði á næsta tímabili en viðræður standa yfir við forseta Napoli um áframhaldandi samstarf.

„Í lífinu tekur allt enda. Stundum er betra að klára sögur meðan þær eru góðar," sagði Sarri.

„Þegar ég kom hingað var liðið að klára tímabilið 24 stigum frá toppnum. Núna erum við fjórum stigum á eftir."

„Við höfum ekki náð markmiðinu en ferðalagið hefur verið frábært. Á morgun mun ég tala við fjölskylduna. Forseti félagsins þarf svör sem fyrst."

Er Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli var spurður um framtíð Sarri svaraði hann því einfaldlega að hann væri ekki viss en að tíminn til að taka ákvörðun væri löngu kominn.

Athugasemdir
banner
banner
banner