Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rivaldo: Mistök hjá Neymar að fara til PSG
Mynd: Getty Images
Rivaldo segir að Neymar þurfi að yfirgefa PSG vilji hann vinna Ballon d'Or verðlaunin. Hann segir að Neymar hafi gert mistök með því að ganga til liðs við franska stórliðið.

Neymar gekk til liðs við PSG fyrir metfé á síðasta tímabili og stóð sig vel í Ligue 1. Rivaldo segir að Neymar muni ekki ná að sýna sitt besta í Frakklandi.

„Ef þú vilt verða sá best í heimi, PSG eru sterkir en þeir hafa ekki hefðina í meistaradeildinni og þeir eru ekki bestir í Evrópu," sagði Rivaldo.

„Franska deildin hefur ekki sömu gæði og sú enska, spænska eða þýska. Þess vegna held ég að hann hafi gert mistök þó að fjárhagslega hafi þetta verið gott skref fyrir hann og fjölskylduna."

Þú verður að vinna meistaradeildina, afreka eitthvað öðruvísi til þess að vinna Ballon d'Or. PSG mun alltaf vinna deildina og bikarinn en þetta er ekki sterkasta deildin."

Neymar nálgast endurkomu eftir að hafa fótbrotnað fyrr á tímabilinu. Vonast hann til þess að geta spilað með Brasilíu á heimseistaramótinu í Rússlandi.

Brasilía er í riðli með Sviss, Kosta Ríka og Serbíu. Fyrsti leikur þeirra er gegn Sviss 17.júni.
Athugasemdir
banner
banner
banner