Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. maí 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scholes hraunaði yfir Alexis
Mynd: Getty Images
Paul Scholes var ekki sáttur með frammistöðu Manchester United í úrslitaleik enska bikarsins í gær.

Chelsea vann leikinn 1-0 þar sem Eden Hazard skoraði eina markið úr vítaspyrnu snemma leiks.

Scholes hraunaði rækilega yfir Alexis Sanchez og skaut á Paul Pogba eftir leikinn og sagði gæðin hans Hazard hafa gert gæfumuninn.

„Frammistöður Alexis verða að skána, þær verða allavega ekki mikið verri ef ég á að gefa heiðarlegt mat," sagði Scholes á BT Sport skömmu eftir leikslok.

„Fyrstu leikir næsta tímabils munu skipta sköpum fyrir framtíð hans hjá félaginu. Hann þarf að gefa stuðningsmönnunum eitthvað til að trúa á, Man Utd þarf leikmann í heimsklassa til að keppa við Manchester City.

„Paul Pogba vinnur ekki leiki upp á eigin spítur. Hazard gerir það. Alexis gerir það ekki, hann hefur sýnt það frá komu sinni í janúar. Man Utd er ekki með leikmann eins og Hazard, Ronaldo eða Messi, það gerði gæfumuninn."


Alexis hefur gert 3 mörk í 18 leikjum frá komu sinni til Manchester í janúar. Hjá Arsenal gerði hann 80 mörk í 165 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner