Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. maí 2018 18:40
Ingólfur Páll Ingólfsson
Spánn: Torres skoraði tvö í kveðjuleik
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid gerði 2-2 jafntefli við Eibar í lokaleik sínum í spænsku úrvalsdeildinni.

Fernando Torres var í banastuði í dag í kveðjuleik sínum fyrir Atletico Madrid. Skoraði hann bæði mörk Atletico í dag.

Kike kom Eibar yfir á 35. mínútu leiksins en sjö mínútum síðar jafnaði Fernando Torres metin eftir sendingu frá Correa sem var einstaklega óeigingjarn og renndi boltanum á Torres eftir að þeir höfðu komist inn fyrir vörn Eibar.

Á 60 . mínútu skoraði Torres aftur, nú eftir sendingu Diego Costa. Lucas Hernandez fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þremur mínútum síðar.

Manni fleiri tókst Eibar að jafna metin með marki Ruben Pena. Jafntefli niðurstaðan og Atletico endar leiktíðina í 2. sæti á meðan Eibar situr í 9.sæti.

Eftir nokkrar mínútur hefst leikur Barcelona og Espanyol. Lionel Messi fær hvíld í dag og er ekki í hóp. Þá er Andrés Iniesta í byrjunarliðinu í kveðjuleik sínum á Camp Nou.
Athugasemdir
banner
banner
banner