Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 18:06
Ingólfur Páll Ingólfsson
Svíþjóð: Arnór ekki í hóp er Malmö vann
Arnór er í landsliðshópnum sem fer á HM í sumar.
Arnór er í landsliðshópnum sem fer á HM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Malmö FF - Hacken
1-0 Soren Rieks ('49)
2-0 Markus Rosenberg ('77)

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahóp Malmö í dag er liðið sigraði Hacken með tveimur mörkum gegn engu.

Soren Rieks kom Malmö yfir á 49. mínútu og það var svo Markus Rosenberg sem gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 77. mínútu. Moestafa El Kabir, leikmaður Hacken fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma.

Arnór hefur verið að glíma við ökklameiðsli en reiknaði með að vera klár um helgina. Ekkert varð úr því en búast má við að hann verði klár í næsta leik.

Malmö er í 8. sæti deildarinnar eftir leik dagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner