Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Viera ekki búinn að skrifa undir hjá Nice
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira er sterklega orðaður við þjálfarstarfið hjá Nice í Frakklandi en hefur þó ekki skrifað undir ennþá.

Nice eru í leit að nýjum stjóra eftir að Lucien Favre sagði upp störfum. Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi var Vieira, sem hefur einnig verið nefndur sem næsti stjóri Nantes og Rennes, svo gott sem búinn að skrifa undir samning.

Aðrar heimildir herma þó að Vieira sé ekki enn búinn að gera upp hug sinn. Hann hefur einnig verið nefndur sem framtíðar eftirmaður Pep Guardiola hjá Manchester City en það er deginum ljósara að engar breytingar eru í vændum þar á næstunni og því líklegt að Vieira hugsi sér til hreyfings í sumar.

Líkt og greint hefur verið frá fékk Vieira símtal frá Arsenal í síðustu viku sem var þó líklega aðeins í virðingarskyni þar sem Mikel Arteta virðist vera líklegri til þess að fá starfið.

Athugasemdir
banner
banner