Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Wenger tekur ekki að sér hlutverk hjá PSG
Wenger er á förum eftir 22 ár hjá Arsenal.
Wenger er á förum eftir 22 ár hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG hefur útilokað að Arsene Wenger verði boðið hlutverk íþróttastjóra hjá félaginu.

Wenger hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji halda áfram störfum eftir að hann lætur af störfum hjá Arsenal.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Wenger gæti tekið við nýju hlutverki hjá PSG.

En í viðtali sem Al-Khelaifi fór í nýlega tók hann fram að þrátt fyrir að tvímenningarnir séu góðir vinir muni hann ekki fá starf innan PSG.

„Hann er náinn vinur, ég dáist að honum og virði allt sem hann hefur gert fyrir knattspyrnuna," sagði Al-Khelaifi.

„Hann er mikilvægur maður. Hann er einn sá fyrsti sem ég ræddi við áður en ég keypti félagið."

„Ég veit ekki hvað hann vill gera en hann hefur fengið fullt af tilboðum. Í dag er íþróttastjóri PSG Antero Henrique og hann verður hér áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner