Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. júní 2017 09:00
Arnar Daði Arnarsson
Sif Atla spáir í 9. umferð í Pepsi-kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fær Val í heimsókn í kvöld.
KR fær Val í heimsókn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
FH fær topplið Þór/KA í heimsókn.
FH fær topplið Þór/KA í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld en umferðin hefst með tveimur leikjum klukkan 18:00. Henni lýkur svo með þremur leikjum klukkan 19:15.

Í síðustu umferð spáði Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður íslenska landsliðsins öllum leikjunum rétt í 8. umferðinni. Nú er komið að Sif Atladóttur, varnarmanni íslenska kvennalandsliðsins að spá í leiki kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.

ÍBV 2 - 0 Haukar (í kvöld 18:00)
Haukar hafa ekki fengið úrslitin með sér þrátt fyrir að hafa átt fína leiki í sumar. Eyjapæjur hafa ekki tapað á Hásteinsvelli í sumar og líta virkilega vel út. Haukar eiga eftir að eiga erfiða ferð till Vestmannaeyja í þessari umferð en úrslitin verða Eyjapæjum i vil.

FH 0 - 3 Þór/KA (í kvöld 18:00)
Donni hefur undirbúið liðið sitt vel undir sumarið og eru þær inni í góðu flæði. Ef ég þekki Orra rétt þá er hann búinn að undirbúa Hafnarfjarðar liðið að berja á stelpunum að norðan, (til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki að tala um bókstaflega að berja einhvern, heldur meira að FH mun láta Þór/KA hafa verulega fyrir því að taka öll þrjú stigin úr Krikanum=. Þetta á eftir að vera mjög líkamlegur leikur þar sem ég held að Þór/KA taki stigin með sér norður. Sandra María setur eitt markanna og minnir verulega á sig fyrir lokahóp EM.

Grindavík 0 - 3 Breiðablik (í kvöld 19:15)
Sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð gaf Breiðablik byr undir báða vængi til að halda í við titilbaráttuna. Grindavík hefur ekki unnið síðan í Frostaskjólinu í þriðju umferð en fyrir suðurnesjadömur verður þetta spurning um góðann og agaðann varnarleik til að geta strítt Blikakonum. Ég held samt að Breiðablik vinni leikinn 0-3.

KR 0 - 1 Valur (í kvöld 19:15)
Reykjavíkurstórveldin mætast í fyrsta sinn í nokkur ár í Froskaskjólinu. KR er búin að sigra síðustu tvo leiki og komnar á fína siglingu. Bæði lið hafa lent stórum meiðslum varðandi sína lykilleikmenn en dagsformið mun ráða úrslitum. Þessi leikur mun ráðast á einu marki og tel ég Valsarana sigra leikinn 0-1.

Stjarnan 6 - 0 Fylkir (í kvöld 19:15)
Stjarnan er með blóð á tönnunum eftir toppslaginn við Breiðablik í síðustu umferð og því miður mun Fylkir finna fyrir þeim skell. Fylkir hefur ekki náð sér á strik í ár og þær þurfa að bíða eftir næstu stigum þangað til í næstu umferð. Stjarnan mun setja í sjötta gír sóknarlega og vinna leikinn 6-0.

Fyrri spámenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (5 réttir)
Anna Garðarsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (4 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (4 réttir)
Jón Páll Pálmason (3 réttir)
Eiður Benedikt Eiríksson (3 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Edda Sif Pálsdóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner