Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 13:46
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Stjarnan getur mætt Kaupmannahöfn
FH-ingar gætu mætt liðsfélögum Rúnars Más Sigurjónssonar.
FH-ingar gætu mætt liðsfélögum Rúnars Más Sigurjónssonar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Búið er að draga í fyrstu tvær umferðir undankeppni Evrópudeildarinnar og eiga íslensku liðin erfiða andstæðinga framundan vilji þau komast í riðlakeppnina.

Stjarnan mætir eistneska liðinu Nömmu Kalju og takist liðinu að sigra þar er væntanlega leikur framundan gegn FC Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn mætir finnska liðinu FC KuPS í fyrstu umferð.

Takist FH-ingum að leggja FC Lahti frá Finnlandi að velli er leikur framundan við Hapoel Haifa frá Ísrael. Haifa endaði í fjórða sæti deildarinnar, níu stigum eftir Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Maccabi Tel Aviv.

ÍBV þarf þá að leggja Sarpsborg að velli til að keppa við St. Gallen. Rúnar Már Sigurjónsson gerði góða hluti á láni hjá svissneska félaginu á nýliðnu tímabili.

Leikir íslensku liðanna:
Stjarnan (ISL) / Nõmme Kalju (EST) v København (DEN) / KuPS Kuopio (FIN)
Hapoel Haifa (ISR) v Lahti (FIN) / Hafnarfjördur (ISL)
St Gallen (SUI) v ÍBV (ISL) / Sarpsborg (NOR)
Athugasemdir
banner
banner