Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 20. júní 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Hannes: Leikurinn við Ungverja hjálpar á föstudaginn
Icelandair
Hannes svekktur eftir umræddan leik gegn Ungverjum árið 2016.
Hannes svekktur eftir umræddan leik gegn Ungverjum árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, segir að íslenska liðið geti dregið lærdóm af leiknum gegn Ungverjalandi á EM fyrir leikinn gegn Nígeríu á föstudag.

Á EM náði Ísland sterku 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik og væntingarnar voru miklar fyrir leik númer tvö gegn Ungverjalandi. Niðurstaðan þar varð hins vegar svekkjandi 1-1 jafntefli.

„Það er ótrúlega margt sem er svipað með þessum mótum. Í raun er þetta spegilmynd," sagði Hannes á fréttamannafundi í dag.

„Ungverjaleikurinn er virkilega mikilvæg reynsla. Við vorum í þannig stöðu að við vorum búnir að ná í sterkt stig þar og sigur hefði komið okkur áfram. Núna er ekkert í höfn þó að við vinnum."

Á EM fóru þrjú lið áfram og ljóst var fyrir leikinn gegn Ungverja að fjögur stig myndu svo gott sem tryggja sætið í 16-liða úrslitum.

„Þar vorum við þrúgaðir af spennu vitandi það að við færum áfram ef við myndum vinna. Þetta er risaskref hjá okkur á föstudaginn ef okkur tekst að sigra."

„Þaðsem við lærum mest af þessu er að fara inn í svona leik eftir sterkt stig. Það skilar engu nema þú haldir áfram og gerir vel í næsta leik."

„Það hjálpar okkur að ná spennustiginu á réttan stað. Á móti Ungverjunum vorum við svolítið passívir. Enginn vildi gera mistök og við vorum með spennustigið vanstillt. Það á eftir að hjápa okkur á föstudaginn að hafa gengið í gegnum þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner