mið 20. júní 2018 08:13
Magnús Már Einarsson
Hannes spurður út í störf landsliðsmanna utan fótboltans
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur fjölmiðlamaður spurði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð, mikið út í starf hans sem leikstjóri á fréttamannafundi í dag.

Hannes var leikstjóri áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2014 en hann rifjaði upp gamla takta þegar hann leikstýrði glæsilegri auglýsingu Coca-Cola á dögunum.

„Þegar menn spila í íslensku deildinni eru margir með vinnu með. Þetta er hálf atvinnumennsku og ég var leikstjóri með fótboltanum. Ég hafði alltaf ástríðu fyrir því þegar ég var ungur og ég fór út í þetta eftir framhaldsskóla," sagði Hannes.

Hannes var einnig spurður að því hvert er skrýtnasta starfið sem leikmaður í íslenska landsliðinu hefur starfað utan fótboltans.

„Ég er ekki sérfræðingur í hvaða störf strákarnir hafa unnið. Ég held að kvikmyndaleikstjóri hljóti að vera eitt það skrýtnasta. Það er ekki venjulegt að vera bæði leikstjóri og fótboltamaður," sagði Hannes.
Athugasemdir
banner
banner
banner