Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. júní 2018 19:00
Magnús Már Einarsson
Hannes: Veit varla hverjir eru að spila í öðrum leikjum
Icelandair
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er allt öðruvísi en önnur HM þar sem þú horfir á alla leiki með athygli," sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður á fréttamannafundi í dag aðspurður hvort að leikmenn íslenska landsliðsins nái að horfa á aðra leiki á HM í Rússlandi.

„Ég veit varla hverjir eru að spila og hvað er í gangi fyrir utan okkar leiki. Við erum mjög einbeittir að okkar verkefni. Leikirnir eru í gangi en þetta er ekki eins og venjulega HM þar sem þú situr heima í sófanum og horfir á alla leiki."

Alfreð Finnbogason virðist sjá aðeins meira af leikjunum en Hannes.

„Leikirnir eru alltaf í gangi í sjúkraþjálfaraherberginu og fundarherberginu svo þú sérð mikið hvað er í gangi í hinum leikjunum. Aðaleinbeitingin er hins vegar á okkur sjálfa," sagði Alfreð.

Alfreð og Hannes verða í eldlínunni með íslenska landsliðinu á föstudaginn þegar liðið mætir Nígeríu í Volgograd.
Athugasemdir
banner
banner