Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. júní 2018 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Ronaldo sló Marokkó úr leik
Ronaldo byrjar Heimsmeistaramótið af krafti. Hann vill vera skráður í sögubækurnar sem besti leikmaður allra tíma.
Ronaldo byrjar Heimsmeistaramótið af krafti. Hann vill vera skráður í sögubækurnar sem besti leikmaður allra tíma.
Mynd: Getty Images
Portúgal 1 - 0 Marokkó
1-0 Cristiano Ronaldo ('4)

Cristiano Ronaldo gerði eina mark leiksins er Portúgal lagði Marokkó að velli í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu. Ronaldo er búinn að skora öll fjögur mörk Portúgal í fyrstu tveimur leikjum mótsins.

Portúgalir byrjuðu mjög vel þar sem Ronaldo skoraði snemma með laglegu skallamarki.

Bæði lið fengu fín færi í leiknum og þurftu markverðirnir að taka á honum stóra sínum.

Marokkó komst oft nálægt því að jafna en inn vildi boltinn ekki þar sem Rui Patricio og þaulreynt miðvarðapar Portúgala héldu vel.

Marokkó er úr leik á mótinu þrátt fyrir fína frammistöðu, en síðasti leikurinn í riðlinum er gegn feykisterku liði Spánverja. Portúgal mætir Íran í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner