Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 14:42
Ívan Guðjón Baldursson
Maddison til Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
James Maddison er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Leicester City. Kaupverðið er óuppgefið en Englandsmeistararnir fyrrverandi eru taldir greiða um 22 milljónir punda.

Maddison er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Leicester í sumar eftir portúgalska bakverðinum Ricardo Pereira og norður-írska miðverðinum Jonny Evans.

Maddison er aðeins 21 árs gamall en átti frábært tímabil með Norwich í Championship deildinni, þar sem hann skapaði flest færi allra í deildinni og var valinn í lið ársins.

„Ég sannfærðist um að koma hingað eftir gott spjall við stjórann. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu," sagði Maddison.
Athugasemdir
banner
banner
banner